[Milton-L] On the Morning of Christs Nativity - Icelandic translation (modern Icelandic) part I.

srevard at siue.edu srevard at siue.edu
Thu Oct 31 21:04:50 EDT 2013


Thank you, thank you, and all good luck with translating the rest.  But most of
all, thank you for responding with the depth and intensity of feeling that this
beautiful poem so well deserves. It is a pleasure to hear from a Milton reader
who does respect and value his work, after so many recent posts of a very
different sort.Quoting Ingibjorg Elsa Bjornsdottir <ieb at simnet.is>:

> As promised:  Milton in modern Icelandic - Part I.  The rest will follow
> later.  All comments are welcome.
> Please bear with me. I am trying to find delicate balance between form
> and content and to keep some
> semblance of rythm.  Milton´s original text is so beautiful that I am
> almost crying as I translate, but
> those are tears of joy.
>
> Nativity Ode
>
> Modern Icelandic translation:
>
> *Jóladagsmorgunn*
>
> I
>
> Þetta er sá mánuður, sú ljúfa morgunstund
> er konungur eilífðarinnar, sonur himinsins,
> fæddist af ektakvinnu og hreinni mey,
> til að færa oss frelsun himinsins;
> Því svo sungu hinir helgu spámenn og skáld,
> að hann mundi leysa oss frá ánauð dauðans,
> og stilla til varanlegs friðar milli oss og föðurins.
>
> II
>
> Þá dýrðarmynd, það fegursta ljós,
> og hinn mikla ljóma sinnar tignar,
> þar sem hann sat við háborð himnanna,
> með sameinaðri þrenningarmynd,
> Allt þetta yfirgaf hann fyrir oss,
> kvaddi ríki hins eilífa ljóss til að dvelja
> með oss í myrku húsi hinnar dauðlegu moldar.
>
> III
>
> Segðu mér gyðja himinsins, hefur þú ekki gjöf
> fram að færa til hins barnunga Guðs?
> hefur þú ekki vers, sálm eða óð,
> til að bjóða hann velkominn til lífsins,
> Nú meðan himnarnir hafa ei litið ljós sólar,
>
> og hafa enga sýn hinnar komandi birtu,
> er englar og tignir standa vörð í herdeildum ljóssins?
>
> IV
>
> Sjá, frá fjarlægu austri birtast þeir,
> vitringar leiddir af stjörnu, berandi fagran ilm:
> Ó, taktu á rás, færðu fyrst fram minn auðmjúka óð,
> og legðu hann að blessaðri fótskör hans;
> Njót þú þess heiðurs að fagna Drottni,
> og taka undir söng englakórs
> snortin heilögum eldi altaris hans.
>
> *
> *
>
> **
>
> *Sálmurinn (Hymn)*
>
> I
>
> Það var í miðjum ofsa vetrar,
>
> er barn, fætt af himnunum sjálfum,
>
> lá í jötu vafið fátæklegum reifum;
>
> Náttúran hafði í þögulli undrun,
>
> lagt af allan sinn klunnaskap
>
> til að endurspegla dýrð meistarans:
>
> Hún hafði ei lengur löngun
>
> til að lifa gjálífi með elskhuga sínum, sólinni.
>
> II
>
> Með fögrum orðum
>
> biður hún mjúka goluna
>
> um að hylja sekt sína saklausum snjó.
>
> Að hylja sína nöktu skömm,
>
> þrungna syndugri ásökun,
>
> með heilagri meyjarhulu hvíts snævar,
>
> til þess að augu meistara hennar
>
> þurfi ekki að líta alla hennar ljótu vansköpun.
>
> III
>
> En ótta náttúrunnar sefar,
>
> hin fagureygða gyðja friðarins,
>
> sem birtist mjúklega krýnd ólífulaufi,
>
> klífandi niður himnafestinguna,
>
> hans ljúfi sendiboði,
>
> sem berst milli ástfanginna skýja
>
> á vængjum turtildúfunnar
>
> og sveiflar brúðarlaufi Venusar,
>
> til að semja frið um haf og land.
>
> IV
>
> Ekkert stríð, né átaks ómur,
>
> barst um heimsins víða völl:
>
> Spjót og skildir lágu við hvílu,
>
> og vígvagnar stóðu kyrrir við höll,
>
> ósnortnir af fjandmanna blóði.
>
> Herlúðrar voru ei lengur þeyttir
>
> og konungar heims sátu hljóðir,
>
> líkt og þeir vissu að þeirra hæsti Herra
>
> var nú gestur hér.
>
> V
>
> En friðsæl var sú nótt
>
> er prins ljóssins
>
> hóf friðarríki sitt á Jörðu:
>
> Vindurinn kyssti hugfanginn
>
> vötnin með mjúkum kossum,
>
> og hvíslaði í fögnuði til hafsins milda
>
> sem hafði nú gleymt öllum ofsa sínum,
>
> á meðan fuglar friðarins sátu íhugandi
>
> á andaktugum öldutoppunum.
>
> VI
>
> Dolfallnar stjörnurnar
>
> agndofa í djúpri undrun
>
> neituðu að beita áhrifum sínum
>
> og fljúga eftir himinbrautum,
>
> til að hleypa ljósi morgunsins að,
>
> sjálfri morgunstjörnunni.
>
> Heldur skinu þær á sínum geislandi brautum
>
> Þar til Herra þeirra mælti
>
> og bað þær setjast.
>
> VII
>
> Þótt drungi næturinnar
>
> Hefði vikið fyrir dagrenningu,
>
> Þá faldi sólin sig bakvið
>
> sjóndeildarhringinn í skömm,
>
> þar sem hin nýja veröld bað
>
> ei lengur birtu hennar.
>
> Sólin sá að enn stærri Sól
>
> var runnin upp
>
> heldur en skært ríki hennar
>
> og vagn gátu borið.
>
>
> VIII
>
> Fjárhirðar sátu í dagrenningu
>
> saman í haganum grænum,
>
> skemmtu sér með gárungsskap.
>
> Því hugur þeirra vissi ei,
>
> að hinn mikli Kristur
>
> var kominn til að dvelja meðal þeirra;
>
> Hugur þeirra var bundinn við ástir kvenna,
>
> eða ef til vill við kindur í haga.
>
> IX
>
> Þá bárust þeim til eyrna
>
> tónar svo fagrir innst til hjarta,
>
> að hefðu verið öllum dauðlegum um megn,
>
> og svo fögur himnesk rödd
>
> svaraði heilli strengjasveit,
>
> að sálir þeirra ljómuðu af gleði:
>
> Loftið sjálft vildi ekki tapa hljómnum,
>
> heldur varðveitti hvern himneskan tón
>
> í þúsundföldu bergmáli himnanna.
>
>
>
>
>
> --
> Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
> Brandugla slf. translations
> Erlurimi 8
> 800 Selfoss
> Tel. 891 7740 / 562 4776
> http://www.brandugla.is
>
>-------------------------------------------------
SIUE Web Mail
More information about the Milton-L mailing list